Sider er gervigreindarforrit sem getur t.d. hjálpað þér að glósa.
Voice Dream Reader les fyrir þig pdf skjöl og ljósrit.
Málfríður les yfir textann þinn og kemur með ábendingar.
Flipgrid er einfaldur og aðgengilegur myndbands samskiptamiðill fyrir kennara, nemendur og fjölskyldur þar sem hægt er að skapa til umræðna. Umræðurnar geta svo orðið til þess að tengja fólk saman, kveikja nýjar hugmyndir, sjá hlutina í öðru ljósi eða deila sínum skoðunum svo dæmi sé tekið.
Anki er flasskortaforrit sem ég nota sjálf mikið í mínu námi. Það er ókeypis fyrir tölvur en símaforritið kostar um 4000 íslenskar krónur. Anki vinnur með aðferð þar sem endurtekningar (spaced repetition). Sú tækni hefur verið rannsökuð og niðurstöður hafa sýnt að þeir sem læra með þessari aðferð eiga mun auðveldara með að varðveita þekkinguna til lengri tíma. Hér er hægt að horfa á Youtube kennslumyndband um forritið.
Google sites er líkalega einfaldasti möguleiki til þess að útbúa heimasíðu sem völ er á. Það er mjög skemmtilegt að vinna að heimasíðugerð og jafnframt er vel hægt nýta möguleikann í kennslu. Einn stór kostur við Google sites er sá að forritið bíður upp á þann möguleika að margir geti unnið, á sama tíma við sömu síðuna, það gerir þetta tól tilvalið í samvinnuverkefnum. Það er einnig mjög einfalt að verða sér út um kennslumyndbönd á Youtube.
Twitter er samskiptavefur og örbloggþjónusta sem nýtist í kennslu. Örblogg eða tístin reyna á eigin hugsun nemanda ásamt því að stuðla að samvinnu og samskiptum um ákveðin viðfangsefni.
Hægt er að ,,elta" aðra og #hashtagga tístin til þess að setja þau í ákveðna flokka svo dæmi sé tekið.
Seasaw er stafræn kennslustofa þar sem kennari geta lagt fyrir verkefni og nemendur leyst úr þeim. Nemendur geta lesið fyrir kennarann og foreldrar geta fengið aðgang til þess að fylgjast náið með framvindu barnsins. Þetta er frábært samskiptatól fyrir kennara og nemendur á tæknitímum.
Explain Everything er frábært tól fyrir kennara og nemendur til þess að búa til glærukynningar og kennslumyndbönd um hvað sem er. Þetta er sérstaklega nytsamlegt forrit og stórskemmtilegt að dunda sér við að búa til kennslumyndbönd.
Forritið kostar. Hér er dæmi um kennslumyndband sem er gert í Explain Everything.
Þetta er eitt af þeim forritum sem ég er handviss um að ég muni nýta mér í kennslu. Frábært tól til þess að vera með sjónrænt skipulag fyrir bekkinn og auðveldar kennaranum að hafa stjórn á bekknum með einföldum reglum.
Padlet veggurinn getur nýst á marga vegu í kennslu og námi. Padlet býður upp á margvíslega hugmyndavinnu "brainstorming", verkefnavinnu í hópum , hægt er að gera hugtakakort, glósa og margt fleira.
Kahoot er kennsluforrit í formi spurningaleikja. Kennarinn semur spurningar og nemendur fá að læra í gegnum leik.
Book creator er skemmtilegt forrit til þess að búa til rafbækur. Það er einfalt í notkun og er bæði hægt að nota í spjaldtölvum og tölvum. Það er einfalt að deila rafbókunum með öðrum og hentar forritið því einstaklega vel fyrir kennara.
Bæði geta kennarar búið til kennsluefni fyrir nemendur en einnig geta nemendur búið til bækur sem þeir geta svo deilt með öðrum nemendum. Bækurnar eru ekki einskorðaðar við texta og myndir en þær geta einnig innhaldið myndbönd og hljóðupptökur svo eitthvað sé nefnt.
Google classroom