Einfaldir stokkar t.d. einn stokkur fyrir hvern áfanga en ekki einn stokk fyrir hverja viku eða viðfangsefni.
Ekki reyna að muna eitthvað sem þú skilur ekki. Skilja fyrst!!
Fókusa á stóru hlutina á undan smáatriðum.
Eins og hugkort er sett upp þá lærum við fyrst hvað BÍLL er áður en við skoðum undir húddið og lærum um vélina, tímareim, stimpla, kerti, og svo framvegis.
Einföld kort með 1 aðalatriði.
Ekki setja ritgerð á kortið, skiptu því frekar í 10 kort með 1 aðalatriði á hverju korti.
Fyllið í eyðurnar spurningar virka vel. ,,Rússland er ___ tímabelti“ og svarið er svo aftan á.
Settu mynd á kortið til að tengja aðalatriðið við mynd. Eitthvað sem passar fyrir þig.
Gerðu sögu eða reglu í kring um svarið. T.d. ,,RHYTHM: Rhythm Helps Your Two Hips Move‘‘ eða ,,Ég sá stærsta hval í heimi að steypa og hann var reiður‘‘
Ef þú ert að reyna að muna lista t.d. ,,hver eru boðorðin 10?‘‘ þá er gott að raða þeim upp eftir, líkamanum þínum og tengja hvert boðorð við ákveðinn líkamshluta.
Nákvæmni í orðavali, einbeyttu þér að aðalatriðunum og ekki setja of mikið á kortið.
Prófaðu að rugla röðinni í talnaröð (boðorðin 10) til þess að muna sama hlutinn útfrá öðru sjónarhorni.
Vertu viss um að upplýsingarnar sem þú ert með á kortunum séu réttar, ekki nota glósur frá öðrum sem þú ert ekki búin að rannsaka hvort séu réttar.
Mundu að það þarf oft að laga kortin, eyða sumum út eða umorða þau. Það MÁ!
Settu spurningar í stokkana á hverjum degi.